Hátt í tuttugu milljónir settar í erlenda samfélagsmiðla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:15 Ríkið kaupið auglýsingar og kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum í síauknum mæli. Fréttablaðið/Ernir Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira