Dauði feðgina á landamærunum El Salvador að kenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 10:05 Bukele tók við embætti forseta í byrjun júní. Hann var kjörinn fyrir hönd miðhægriflokks. Vísir/EPA Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele. Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele.
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45