Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 23:00 Trump á fundi með Kanye West í Hvíta húsinu í fyrra. Hingað til hefur farið vel á með þeim kumpánum, og virðist West ætla að nýta sér velvild forsetans til að fá vin sinn lausan úr fangelsi. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.Sjá einnig: Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í færslu á Twitter í kvöld. Þar sagðist forsetinn nýbúinn að ræða málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því að tilstuðlan West sem Trump ætlar að beita sér í málinu. „Ég ætla að hringja í hinn hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til að kanna hvað hægt sé að gera varðandi það að hjálpa A$AP Rocky. Fjölda fólks þætti vænt um að málið hlyti farsælan endi!“ sagði Trump í færslu sinni.Just spoke to @KanyeWest about his friend A$AP Rocky's incarceration. I will be calling the very talented Prime Minister of Sweden to see what we can do about helping A$AP Rocky. So many people would like to see this quickly resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2019 A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í dag var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur.Melania færði honum fréttirnar Fjallað er um málið á vef SVT í kvöld og vísað í ummæli Trumps á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar þakkaði hann forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir að hafa vakið athygli sína á máli A$AP Rocky. „Svíþjóð er frábært land og þeir [Svíar] eru vinir mínir,“ sagði Trump og bætti við að fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu þegar sett sig í samband við yfirvöld í Svíþjóð. Þá bauð forsetinn Melaniu sjálfri að ávarpa blaðamenn vegna málsins. Hún sagði að þau hjónin, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ynnu nú að því að koma rapparanum heim fljótlega.A$AP Rocky hefur verið í varðhaldi í Svíþjóð síðan 3. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyGreint var frá því í vikunni að Kanye West og eiginkona hans, athafnakonan Kim Kardashian, hefðu rætt mál A$AP Rocky við við Jared Kushner, tengdason forsetans og einn nánasta ráðgjafa hans, í viðleitni til að vekja athygli Trumps á málinu og fá rapparann lausan úr fangelsi. Kardashian kom á framfæri þökkum til Kushner, Trumps og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í gær.Thank you @realDonaldTrump , @SecPompeo, Jared Kushner & everyone involved with the efforts to Free ASAP Rocky & his two friends. Your commitment to justice reform is so appreciated https://t.co/Ym1Rzo5Z6c— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.Sjá einnig: Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í færslu á Twitter í kvöld. Þar sagðist forsetinn nýbúinn að ræða málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því að tilstuðlan West sem Trump ætlar að beita sér í málinu. „Ég ætla að hringja í hinn hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til að kanna hvað hægt sé að gera varðandi það að hjálpa A$AP Rocky. Fjölda fólks þætti vænt um að málið hlyti farsælan endi!“ sagði Trump í færslu sinni.Just spoke to @KanyeWest about his friend A$AP Rocky's incarceration. I will be calling the very talented Prime Minister of Sweden to see what we can do about helping A$AP Rocky. So many people would like to see this quickly resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2019 A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í dag var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur.Melania færði honum fréttirnar Fjallað er um málið á vef SVT í kvöld og vísað í ummæli Trumps á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar þakkaði hann forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir að hafa vakið athygli sína á máli A$AP Rocky. „Svíþjóð er frábært land og þeir [Svíar] eru vinir mínir,“ sagði Trump og bætti við að fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu þegar sett sig í samband við yfirvöld í Svíþjóð. Þá bauð forsetinn Melaniu sjálfri að ávarpa blaðamenn vegna málsins. Hún sagði að þau hjónin, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ynnu nú að því að koma rapparanum heim fljótlega.A$AP Rocky hefur verið í varðhaldi í Svíþjóð síðan 3. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyGreint var frá því í vikunni að Kanye West og eiginkona hans, athafnakonan Kim Kardashian, hefðu rætt mál A$AP Rocky við við Jared Kushner, tengdason forsetans og einn nánasta ráðgjafa hans, í viðleitni til að vekja athygli Trumps á málinu og fá rapparann lausan úr fangelsi. Kardashian kom á framfæri þökkum til Kushner, Trumps og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í gær.Thank you @realDonaldTrump , @SecPompeo, Jared Kushner & everyone involved with the efforts to Free ASAP Rocky & his two friends. Your commitment to justice reform is so appreciated https://t.co/Ym1Rzo5Z6c— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“