6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2019 07:03 Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. Auk greiðslunnar áætlar flugvélaframleiðandinn að framleiðslukostnaður þotanna hafi aukist um 1,7 milljarða bandaríkjadala, en Boeing hefur hægt á framleiðslu sinni á 737 MAX meðan á kyrrsetningunni hefur staðið. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningarinnar nemur því alls 6,6 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi, sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna.Í yfirlýsingu sem flugvélaframleiðandinn sendi frá sér í gær segjast forsvarsmenn áætla að þessi kostnaður verði til þess að Boeing muni ekki skila neinum hagnaði á þessum ársfjórðungi. Aukinheldur segja þeir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að vélarnar geti aftur tekið á loft á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsetar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu um 350 manns að bana. Hlutabréfaverð Boeing hækkaði um 2 prósent í viðskiptum eftir lok markaða í gær og segir greinandi hjá Morgan Stanley að líklega séu fjárfestar sáttir við bótaupphæðina. Þar að auki gefi framleiðsluáætlanir Boeing, sem stefnir á að framleiða 57 Boeing 737 MAX-þotur á mánuði á næsta ári, góð fyrirheit. Þoturnar eru þær vinsælustu í sögu fyrirtækisins og segir forstjóri Boeing í fyrrnefndri yfirlýsingu að því sé ekki að neita að flugvélaframleiðandinn sé í mótvindi sem stendur. Ekki sé aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða heldur hafi orstír fyrirtækisins jafnframt beðið hnekki. Öryggi farþega og starfsfólks sé forgangsmál hjá Boeing og því sé allt kapp lagt á vinna náið með flugstjórnaryfirvöldum svo að vinna megi bug á göllum og slá á efasemdir almennings. Boeing mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung þann 24. júlí næstkomandi. Við það tilefni munu fjárfestar geta spurt nánar út í áhrifin af kyrrsetningu 737 MAX og hvernig Boeing hyggst spyrna sér upp frá botninum. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. 18. júlí 2019 06:00 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. Auk greiðslunnar áætlar flugvélaframleiðandinn að framleiðslukostnaður þotanna hafi aukist um 1,7 milljarða bandaríkjadala, en Boeing hefur hægt á framleiðslu sinni á 737 MAX meðan á kyrrsetningunni hefur staðið. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningarinnar nemur því alls 6,6 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi, sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna.Í yfirlýsingu sem flugvélaframleiðandinn sendi frá sér í gær segjast forsvarsmenn áætla að þessi kostnaður verði til þess að Boeing muni ekki skila neinum hagnaði á þessum ársfjórðungi. Aukinheldur segja þeir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að vélarnar geti aftur tekið á loft á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsetar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu um 350 manns að bana. Hlutabréfaverð Boeing hækkaði um 2 prósent í viðskiptum eftir lok markaða í gær og segir greinandi hjá Morgan Stanley að líklega séu fjárfestar sáttir við bótaupphæðina. Þar að auki gefi framleiðsluáætlanir Boeing, sem stefnir á að framleiða 57 Boeing 737 MAX-þotur á mánuði á næsta ári, góð fyrirheit. Þoturnar eru þær vinsælustu í sögu fyrirtækisins og segir forstjóri Boeing í fyrrnefndri yfirlýsingu að því sé ekki að neita að flugvélaframleiðandinn sé í mótvindi sem stendur. Ekki sé aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða heldur hafi orstír fyrirtækisins jafnframt beðið hnekki. Öryggi farþega og starfsfólks sé forgangsmál hjá Boeing og því sé allt kapp lagt á vinna náið með flugstjórnaryfirvöldum svo að vinna megi bug á göllum og slá á efasemdir almennings. Boeing mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung þann 24. júlí næstkomandi. Við það tilefni munu fjárfestar geta spurt nánar út í áhrifin af kyrrsetningu 737 MAX og hvernig Boeing hyggst spyrna sér upp frá botninum.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. 18. júlí 2019 06:00 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. 18. júlí 2019 06:00
Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent