Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 08:40 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Nú hefur MDE úrskurðað að Styrmir fékk ekki réttláta málsmeðferð við Hæstarétt. Vísir/Stefán Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum. Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum.
Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30
Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00