Svínabú angrar kúabónda Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:30 Framkvæmdaaðili búsins segir lyktmengun fylgja því að búa í sveitinni. FBL/GVA „Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi. Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
„Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi.
Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent