Óeðlilegt að velta raforkuskorti á almenning Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 19:45 Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30
Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00