Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 23:04 E Jean Carroll segir Donald Trump hafa nauðgað henni um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira