Serena þurfti að hitta sálfræðing eftir reiðiskastið á Opna bandaríska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júlí 2019 08:00 Serena Williams hefur átt betri daga en úrslitaleikinn á Opna bandaríska í september 2018 vísir/getty Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær. Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær.
Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30
Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30