Forsetaframbjóðandinn Tulsi Gabbard höfðar mál gegn Google Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2019 14:08 Gabbard er umdeild innan Demókrataflokksins og er af mörgum talin vera íhaldssamari en gengur og gerist í flokknum. Getty/Justin Sullivan Tulsi Gabbard, frambjóðandi í forvali Demókrata fyrir forsetakosningar á næsta ári, hyggst lögsækja tæknirisann Google fyrir koma í veg fyrir að framboð hennar gæti birt auglýsingar hjá leitarniðurstöðum fyrirtækisins. Framboðið sakar Google um að hafa brotið á tjáningarfrelsi Gabbard og krefst fimmtíu milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá fyrirtækinu, eða sem nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Atvikið átti sér stað eftir fyrstu kappræður forsetaframbjóðendaefna Demókrata í júní þegar Google lokaði stuttlega á auglýsingareikning framboðsins. Fljótlega eftir kappræðurnar var Gabbard sá frambjóðandi sem mest var leitað af í leitarvél Google. Hugðist framboð hennar nýta sér þá stöðu með því að kaupa auglýsingar sem settu heimasíðu Gabbard efst í leitarniðurstöðurnar. Framboðið segir að Google hafi staðið í vegi fyrir því að það birti auglýsingar í um sex klukkutíma og þar með skert getu Gabbard til þess að fá fjárframlög og koma skilaboðum sínum til mögulegra kjósenda. Þetta er talið vera í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi höfði mál gegn tæknifyrirtæki af sömu stærðargráðu. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá árinu 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Tulsi Gabbard, frambjóðandi í forvali Demókrata fyrir forsetakosningar á næsta ári, hyggst lögsækja tæknirisann Google fyrir koma í veg fyrir að framboð hennar gæti birt auglýsingar hjá leitarniðurstöðum fyrirtækisins. Framboðið sakar Google um að hafa brotið á tjáningarfrelsi Gabbard og krefst fimmtíu milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá fyrirtækinu, eða sem nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Atvikið átti sér stað eftir fyrstu kappræður forsetaframbjóðendaefna Demókrata í júní þegar Google lokaði stuttlega á auglýsingareikning framboðsins. Fljótlega eftir kappræðurnar var Gabbard sá frambjóðandi sem mest var leitað af í leitarvél Google. Hugðist framboð hennar nýta sér þá stöðu með því að kaupa auglýsingar sem settu heimasíðu Gabbard efst í leitarniðurstöðurnar. Framboðið segir að Google hafi staðið í vegi fyrir því að það birti auglýsingar í um sex klukkutíma og þar með skert getu Gabbard til þess að fá fjárframlög og koma skilaboðum sínum til mögulegra kjósenda. Þetta er talið vera í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi höfði mál gegn tæknifyrirtæki af sömu stærðargráðu. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá árinu 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52
Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50