„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:42 Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00