Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við Sighvatur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:00 Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37