Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 16:33 Frá svæðinu þar sem hjólabrautin verður. Vísir/Vilhelm Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs.
Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira