Miklu meiri hetjudáð að sigrast á fíknivanda en að hjóla þvert yfir landið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 13:45 Rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi ætlar að hjóla og hlaupa fyrir samtök sem hann segir hafa bjargað lífi dóttur sinnar. Aðsent Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, ætlar að hjóla þvert yfir landið á reiðhjólinu sínu og ljúka túrnum á tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst. Hann stefnir á brottför næsta laugardag. Þetta gerir hann til að styrkja félagasamtökin Samhjálp sem reka meðal annars meðferðarheimili og styðja við þá einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Björguðu lífi dóttur hans „Þetta er bara eitt af þeim félagasamtökum sem bjarga lífum ungs fólks á íslandi. Ég þekki það bara af eigin reynslu vegna þess að dóttir mín var hætt komin af neyslu fíkniefna. Hún komst að hjá þeim í meðferð þannig að ég hef bara sagt, hún var það illa farin, að þau hafa bara bjargað lífi hennar,“ segir Óskar Þór í samtali við fréttastofu. Það var einmitt dóttir hans sem skoraði á hann að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Í dag hefur dóttir hans verið edrú í þrjú ár og þrjá mánuði og vegnar vel í lífinu. Hún starfar á hjúkrunarheimili og er í sjúkraliðaskólanum. „Sumir hafa verið að vorkenna mér að vera að leggja það á mig að hjóla yfir Ísland. Ég hef nú bara sagt að það er engin hetjudáð fólgin í því að setjast upp á hjól og hjóla um hálendið. Það er hetjudáð fólgin í því að komast út úr svona fíknivanda,“ segir Óskar Þór. Kerfið verði að geta gripið fólk þegar það er tilbúið Fólk í fíknivanda þurfi að sýna þrautseigju og mikla ákveðni. „Þú þarft að vera rosalega ákveðinn því það er engin tilfinning, virðist vera, sterkari en ákallið eftir næsta skammti. Maður hefur svo oft séð það að fólk sem á við þennan vanda að stríða að það er alveg sama hvað þú segir við það eða gerir fyrir það; það er bara næsti skammtur sem skiptir máli. Fyrir utan það að þegar menn stíga svo skrefið að þá er vanlíðanin í ákveðinn tíma á eftir nær óbærileg,“ útskýrir Óskar Þór. Þess vegna sé mikilvægt að fólk komist strax í meðferð um leið og það finnur að það sé tilbúið að snúa við blaðinu og verða edrú. „Við erum bara, sem þjóð, alls ekki að gera nógu vel í þessum málaflokki. Við erum svolítið bundin af því að reyna að stoppa sölu á einhverjum lyfseðilsskyldum lyfjum eða við erum að reyna að ná í fíklana áður en þeir fara að setja ofan í sig dópið en þegar fólkið er tilbúið að fá aðstoð þá þarf hún að vera til.“ Óskar Þór segir að biðtíminn sé allt of langur. „Ef þú vilt komast í meðferð og er í fíknivanda þá geturðu hringt og beðið um aðstoð og þú þarft að bíða svona kannski frá þremur vikum og upp í þrjá mánuði til að komast inn og á hvaða stað ertu þá?“ Óskar Þór ætlar að hjóla þvert yfir landið en eiginkona hans ætlar að keyra á undan honum með jeppa.Óskar Þór Það eiga ekki allir gott bakland Óskar Þór segist sem betur fer getað komið dóttur sinni að í meðferð hjá Samhjálp tiltölulega fljótlega eftir að hún lýsti því yfir að hún vildi verða edrú. Hún hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga. „Ég gat hugsað um hana þangað til þannig að í því tilfelli slapp það til því hún á gott bakland en það eiga það ekki allir.“ Óskar Þór segir að til þess að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum fíkniefna þurfi fyrst og fremst að bæta aðgengi að meðferðarúrræðum. Það sé verkefni ríkisins og okkar allra. „Ég hef þá skoðun að þegar fólk er búið að sýna ákveðinn árangur í bataferli þá væri voða gott ef þú gætir losnað við eitthvað af bagganum sem fylgir,“ segir Óskar Þór. Margir hafi dóma á bakinu fyrir afbrot sem fylgi fíkniefnalíferninu. „Það fylgir þér bara fram yfir gröf og dauða. Ég myndi vilja sjá svona, að ef þú hefur verið edrú í einhvern tíma þá sé þetta bara þurrkað út.“ Óskar Þór segist vera einstaklega vel giftur en eiginkona hans ætlar að „skrölta“ á undan honum á jeppa í hjólaferðalaginu. „Hún ætlar að sjá til þess að mér verði ekki kalt á kvöldin og svona. Þetta er bara lúxusferðalag.“ Hér er hægt að heita á Óskar Þór. Hjólreiðar Hlaup Reykjavíkurmaraþon Meðferðarheimili Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, ætlar að hjóla þvert yfir landið á reiðhjólinu sínu og ljúka túrnum á tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst. Hann stefnir á brottför næsta laugardag. Þetta gerir hann til að styrkja félagasamtökin Samhjálp sem reka meðal annars meðferðarheimili og styðja við þá einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Björguðu lífi dóttur hans „Þetta er bara eitt af þeim félagasamtökum sem bjarga lífum ungs fólks á íslandi. Ég þekki það bara af eigin reynslu vegna þess að dóttir mín var hætt komin af neyslu fíkniefna. Hún komst að hjá þeim í meðferð þannig að ég hef bara sagt, hún var það illa farin, að þau hafa bara bjargað lífi hennar,“ segir Óskar Þór í samtali við fréttastofu. Það var einmitt dóttir hans sem skoraði á hann að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Í dag hefur dóttir hans verið edrú í þrjú ár og þrjá mánuði og vegnar vel í lífinu. Hún starfar á hjúkrunarheimili og er í sjúkraliðaskólanum. „Sumir hafa verið að vorkenna mér að vera að leggja það á mig að hjóla yfir Ísland. Ég hef nú bara sagt að það er engin hetjudáð fólgin í því að setjast upp á hjól og hjóla um hálendið. Það er hetjudáð fólgin í því að komast út úr svona fíknivanda,“ segir Óskar Þór. Kerfið verði að geta gripið fólk þegar það er tilbúið Fólk í fíknivanda þurfi að sýna þrautseigju og mikla ákveðni. „Þú þarft að vera rosalega ákveðinn því það er engin tilfinning, virðist vera, sterkari en ákallið eftir næsta skammti. Maður hefur svo oft séð það að fólk sem á við þennan vanda að stríða að það er alveg sama hvað þú segir við það eða gerir fyrir það; það er bara næsti skammtur sem skiptir máli. Fyrir utan það að þegar menn stíga svo skrefið að þá er vanlíðanin í ákveðinn tíma á eftir nær óbærileg,“ útskýrir Óskar Þór. Þess vegna sé mikilvægt að fólk komist strax í meðferð um leið og það finnur að það sé tilbúið að snúa við blaðinu og verða edrú. „Við erum bara, sem þjóð, alls ekki að gera nógu vel í þessum málaflokki. Við erum svolítið bundin af því að reyna að stoppa sölu á einhverjum lyfseðilsskyldum lyfjum eða við erum að reyna að ná í fíklana áður en þeir fara að setja ofan í sig dópið en þegar fólkið er tilbúið að fá aðstoð þá þarf hún að vera til.“ Óskar Þór segir að biðtíminn sé allt of langur. „Ef þú vilt komast í meðferð og er í fíknivanda þá geturðu hringt og beðið um aðstoð og þú þarft að bíða svona kannski frá þremur vikum og upp í þrjá mánuði til að komast inn og á hvaða stað ertu þá?“ Óskar Þór ætlar að hjóla þvert yfir landið en eiginkona hans ætlar að keyra á undan honum með jeppa.Óskar Þór Það eiga ekki allir gott bakland Óskar Þór segist sem betur fer getað komið dóttur sinni að í meðferð hjá Samhjálp tiltölulega fljótlega eftir að hún lýsti því yfir að hún vildi verða edrú. Hún hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga. „Ég gat hugsað um hana þangað til þannig að í því tilfelli slapp það til því hún á gott bakland en það eiga það ekki allir.“ Óskar Þór segir að til þess að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum fíkniefna þurfi fyrst og fremst að bæta aðgengi að meðferðarúrræðum. Það sé verkefni ríkisins og okkar allra. „Ég hef þá skoðun að þegar fólk er búið að sýna ákveðinn árangur í bataferli þá væri voða gott ef þú gætir losnað við eitthvað af bagganum sem fylgir,“ segir Óskar Þór. Margir hafi dóma á bakinu fyrir afbrot sem fylgi fíkniefnalíferninu. „Það fylgir þér bara fram yfir gröf og dauða. Ég myndi vilja sjá svona, að ef þú hefur verið edrú í einhvern tíma þá sé þetta bara þurrkað út.“ Óskar Þór segist vera einstaklega vel giftur en eiginkona hans ætlar að „skrölta“ á undan honum á jeppa í hjólaferðalaginu. „Hún ætlar að sjá til þess að mér verði ekki kalt á kvöldin og svona. Þetta er bara lúxusferðalag.“ Hér er hægt að heita á Óskar Þór.
Hjólreiðar Hlaup Reykjavíkurmaraþon Meðferðarheimili Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira