Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 08:43 Donald Trump hefur ekki viljað gera skattskýrslur sínar opinberar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40