Fyrirgefur árásarmanninum sem myrti son hans Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:03 21 lét lífið í skotárásinni á laugardag. Vísir/Getty Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15