Veita engar upplýsingar um smyglið Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 14:56 Mennirnir, Þjóðveri og Rúmeni, voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði á fimmtudag. Vísir/vilhelm Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi. Engar frekari upplýsingar fást um málið hjá lögreglu á Austurlandi að svo stöddu. Mennirnir, Þjóðveri og Rúmeni, voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði á fimmtudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndu mennirnir að smygla rúmum fjörutíu kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins. Sömu heimildir herma að efnin hafi fundist í fólksbíl í sérinnréttuðum hólfum og það hafi verið fíkniefnahundur sem hafi komið tollvörðum á slóðina. Til þess að komast að efnunum þurfti að flytja bílinn til Reykjavíkur og taka hann í sundur. Gísli Auðbergsson, lögmaður annars mannsins, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að kæra ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum að kröfu lögreglustjóra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki náðist í Hilmar Gunnlaugsson, lögmanns hins mannsins, við vinnslu þessarar fréttar. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu svokallaða fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Rúm fjörutíu kíló falin í sérinnréttuðum hólfum í fólksbíl Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. 3. ágúst 2019 18:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi. Engar frekari upplýsingar fást um málið hjá lögreglu á Austurlandi að svo stöddu. Mennirnir, Þjóðveri og Rúmeni, voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði á fimmtudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndu mennirnir að smygla rúmum fjörutíu kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins. Sömu heimildir herma að efnin hafi fundist í fólksbíl í sérinnréttuðum hólfum og það hafi verið fíkniefnahundur sem hafi komið tollvörðum á slóðina. Til þess að komast að efnunum þurfti að flytja bílinn til Reykjavíkur og taka hann í sundur. Gísli Auðbergsson, lögmaður annars mannsins, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að kæra ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum að kröfu lögreglustjóra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki náðist í Hilmar Gunnlaugsson, lögmanns hins mannsins, við vinnslu þessarar fréttar. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu svokallaða fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Rúm fjörutíu kíló falin í sérinnréttuðum hólfum í fólksbíl Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. 3. ágúst 2019 18:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26
Rúm fjörutíu kíló falin í sérinnréttuðum hólfum í fólksbíl Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. 3. ágúst 2019 18:33