Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 12:49 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01