Slökkviliðsmenn gengu af göflunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2019 11:25 Slökkviliðsmennirnir sex sem gengu af göflunum og bílstjórarnir sem fylgdu þeim yfir hálendið. Hlaupið tók þrjá daga. Vísir/Jóhann K. Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar. Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar.
Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira