Brotum fækkar á milli ára Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 04:00 Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. „Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira