Óhress með borgina en sáttur við settjarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:06 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. Vísir/vilhelm Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar. Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar.
Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37