Hringvegurinn loksins kláraður en með hjálp leiðarbreytingar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 23:34 Nýja brúin yfir Berufjörð hefur nú verið tekin í notkun. Með henni hvarf síðasti malarkafli hringvegarins. Vísir/Stöð 2 Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37
Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17
Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30