Konur meirihluti forstöðumannanna tvíhliða sendiskrifstofa í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. ágúst 2019 12:51 Utanríkisráðuneytið. Fréttablaðið/E.Ól Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar. Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar.
Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira