Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 23:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, (t.h.) verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, (t.v.) heimsækir Ísland. getty/Chip Somodevilla - vísir/Vilhelm gunnarsson Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“ Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira