Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 12:12 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira