Gjaldskylda yfir nýja Ölfusárbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 09:45 Svona gæti nyja brúin yfir Ölfusá litið út. Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA. Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA.
Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45
Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30
Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00