Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:48 Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag. Mynd/Landsbjörg Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Sjá meira
Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Sjá meira
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15