Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:18 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira