Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 10:35 Fangelsið í Manhattan þar sem Epstein var haldið. Hann var sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/Getty Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48