Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Tónleikastaðnum Húrra var lokað nýlega og þar verður bráðlega opnaður sportbar. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni staði. Fréttablaðið/Sigtryggur Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira