27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 13. ágúst 2019 18:09 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Þór Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. Með sáttatilboði Félags eldri borgara lækka aukagreiðslurnar úr því að vera 7,5-4,4 milljónir króna fyrir hverja íbúð niður í ríflega fjórar til 2,5 milljónir króna. Þá hafa 25 tekið sér umhugsunarfrest. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við kaupendur í dag og greinilegt var að málið er mjög umdeilt meðal þeirra. Sigurður Ingi Kristinsson er einn þeirra og var hann að flytja inn þegar fréttastofa hitti á hann. „Við skrifuðum undir skilmálabreytingarnar af því að við töldum okkur tilneydd til að flytja. Við vorum búin að selja ofan af okkur,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Kristinsson, kaupandi að Árskógum.Stöð 2Aukagreiðslan sem Sigurður samþykkti að greiða hljóðaði upp á sjö milljónir króna. Hann segir að málið hafi tekið nokkurn á fyrir hann og eiginkonu hans. Eins og gefur auga leið var þetta ansi mikið sjokk að fá þessa hækkun og Sigurður segir hækkunina hafa valdið mörgum svefnlausum nóttum. Hann er þó ánægður með að hafa fengið lækkun á aukagreiðslunni. „Það létti mikið yfir mér að fá lækkun niður í 4,4 milljónir króna úr sjö,“ bætti hann við.Fram hefur komið að Félag eldri borgara sé tilbúið að breyta skilmálum íbúðanna ef kaupendur samþykkja að greiða aukalega þannig að þeir geti nú selt íbúðirnar á markaðsverði í stað kostnaðarverðs eins og áður hafði verið samið um. Sigurður segir það litlu breyta en fermetraverðið hjá honum sé á um 520 þúsund krónur. Fréttastofa ræddi einnig við Ómar Árna Kristjánsson sem hefur ásamt eiginkonu sinni búið í húsbíl frá því hann átti að fá íbúð sína afhenta og hann sagðist í dag ekki ætla að skrifa undir skilmálabreytingu Félags eldri borgara heldur bíða eftir niðurstöðu dómsmálsins sem þingfest var í dag. Hann vissi að fleiri væru sömu skoðunar. Ingvi Þór Hafsteinsson er annar kaupandi sem rætt var við og sagðist hann vera afar sáttur við sáttatilboð Félags eldri borgara þegar fréttastofa ræddi við hann. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Spilað með tilfinningar kaupenda í Árskógum Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB 13. ágúst 2019 07:00 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. Með sáttatilboði Félags eldri borgara lækka aukagreiðslurnar úr því að vera 7,5-4,4 milljónir króna fyrir hverja íbúð niður í ríflega fjórar til 2,5 milljónir króna. Þá hafa 25 tekið sér umhugsunarfrest. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við kaupendur í dag og greinilegt var að málið er mjög umdeilt meðal þeirra. Sigurður Ingi Kristinsson er einn þeirra og var hann að flytja inn þegar fréttastofa hitti á hann. „Við skrifuðum undir skilmálabreytingarnar af því að við töldum okkur tilneydd til að flytja. Við vorum búin að selja ofan af okkur,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Kristinsson, kaupandi að Árskógum.Stöð 2Aukagreiðslan sem Sigurður samþykkti að greiða hljóðaði upp á sjö milljónir króna. Hann segir að málið hafi tekið nokkurn á fyrir hann og eiginkonu hans. Eins og gefur auga leið var þetta ansi mikið sjokk að fá þessa hækkun og Sigurður segir hækkunina hafa valdið mörgum svefnlausum nóttum. Hann er þó ánægður með að hafa fengið lækkun á aukagreiðslunni. „Það létti mikið yfir mér að fá lækkun niður í 4,4 milljónir króna úr sjö,“ bætti hann við.Fram hefur komið að Félag eldri borgara sé tilbúið að breyta skilmálum íbúðanna ef kaupendur samþykkja að greiða aukalega þannig að þeir geti nú selt íbúðirnar á markaðsverði í stað kostnaðarverðs eins og áður hafði verið samið um. Sigurður segir það litlu breyta en fermetraverðið hjá honum sé á um 520 þúsund krónur. Fréttastofa ræddi einnig við Ómar Árna Kristjánsson sem hefur ásamt eiginkonu sinni búið í húsbíl frá því hann átti að fá íbúð sína afhenta og hann sagðist í dag ekki ætla að skrifa undir skilmálabreytingu Félags eldri borgara heldur bíða eftir niðurstöðu dómsmálsins sem þingfest var í dag. Hann vissi að fleiri væru sömu skoðunar. Ingvi Þór Hafsteinsson er annar kaupandi sem rætt var við og sagðist hann vera afar sáttur við sáttatilboð Félags eldri borgara þegar fréttastofa ræddi við hann.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Spilað með tilfinningar kaupenda í Árskógum Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB 13. ágúst 2019 07:00 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
Spilað með tilfinningar kaupenda í Árskógum Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB 13. ágúst 2019 07:00
87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent