FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 16:48 Loftmynd af aðalhíbýlum Epsteins á Little Saint James. Skjáskot/Google Maps Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36