Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 18:30 Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. Bjarni Benediktsson skaut föstum skotum á forystu Miðflokksins í gær þar sem sömu menn þar og hefðu tekið þátt í að undirbúa innleiðingu Þriðja orkupakkans hér á landi væru nú alfarið á móti honum og segðu að upplýsingar vantaði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins svaraði á Facebook og sagði að þeir hefðu ekki innleitt pakkann. Bjarni benti þá á minnisblöð á Facebooksíðu sinni um málið sem sýndu svart á hvítu að Gunnar Bragi Sveinsson sem var utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 hefði tekið þátt í að innleiða pakkann. Við sögðum frá innihaldi minnisblaðanna í Bylgjufréttum í hádeginu.Tók þátt í að undirbúa málið en kláraði ekki Gunnar Bragi segir þetta rétt, hann hafi hins vegar ekki klárað málið. „Það er ekki fyrr en árið 2016 þegar arftaki minn er kominn til valda í utanríkisráðuneytinu sem málið er svo klárað. Þá er tekin ákvörðun um að leita ekki undanþágu hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Það er því annarra að svara fyrir það en þegar ég er ráðherra þá að sjálfsögðu held ég áfram með innleiðinguna sem mér bar að gera og þingið tók þátt í því að fullu,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt að sífellt komi fram nýjar upplýsingar um hvaða áhrif Þriðji orkupakkinn muni í raun hafa þannig að hann viti mun meira um málið nú en þegar hann var ráðherra. „Við vitum miklu meira um þennan orkupakkann og við vitum miklu meira um Fjórða orkupakkann og ég ætla bara að vona að menn séu svo skynsamir að skipta um skoðun ef þeir hafa myndað sér skoðun á þessu máli,“segir Gunnar Bragi. Gríðarlegir hagsmunir í húfi Hann segir að ef málið nái fram að ganga við þriðju afgreiðslu þess á Alþingi nú ágúst muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn. „Við smám saman gefum þá eftir hvernig við ráðstöfum okkar orkuauðlindum, þannig að við höfum ekki lengur yfirráð yfir verðlagningu rafmagns eða orkutengingum. Við erum ekki að gefa eftir völd yfir auðlindunum heldur verðlagningu og tengingu,“ segir Gunnar. Gunnar segir um að ræða hræðsluáróður þegar ríkistjórnarflokkarnir segi að EES samningurinn sé í uppnámi verði málinu hafnað. „Og ég ætla að vona að forysta Sjálfstæðismanna hlusti á sína flokksmenn í þessu máli þeir þurfa ekki að hlusta á okkur Miðflokksmenn,“ segir Gunnar. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. Bjarni Benediktsson skaut föstum skotum á forystu Miðflokksins í gær þar sem sömu menn þar og hefðu tekið þátt í að undirbúa innleiðingu Þriðja orkupakkans hér á landi væru nú alfarið á móti honum og segðu að upplýsingar vantaði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins svaraði á Facebook og sagði að þeir hefðu ekki innleitt pakkann. Bjarni benti þá á minnisblöð á Facebooksíðu sinni um málið sem sýndu svart á hvítu að Gunnar Bragi Sveinsson sem var utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 hefði tekið þátt í að innleiða pakkann. Við sögðum frá innihaldi minnisblaðanna í Bylgjufréttum í hádeginu.Tók þátt í að undirbúa málið en kláraði ekki Gunnar Bragi segir þetta rétt, hann hafi hins vegar ekki klárað málið. „Það er ekki fyrr en árið 2016 þegar arftaki minn er kominn til valda í utanríkisráðuneytinu sem málið er svo klárað. Þá er tekin ákvörðun um að leita ekki undanþágu hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Það er því annarra að svara fyrir það en þegar ég er ráðherra þá að sjálfsögðu held ég áfram með innleiðinguna sem mér bar að gera og þingið tók þátt í því að fullu,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt að sífellt komi fram nýjar upplýsingar um hvaða áhrif Þriðji orkupakkinn muni í raun hafa þannig að hann viti mun meira um málið nú en þegar hann var ráðherra. „Við vitum miklu meira um þennan orkupakkann og við vitum miklu meira um Fjórða orkupakkann og ég ætla bara að vona að menn séu svo skynsamir að skipta um skoðun ef þeir hafa myndað sér skoðun á þessu máli,“segir Gunnar Bragi. Gríðarlegir hagsmunir í húfi Hann segir að ef málið nái fram að ganga við þriðju afgreiðslu þess á Alþingi nú ágúst muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn. „Við smám saman gefum þá eftir hvernig við ráðstöfum okkar orkuauðlindum, þannig að við höfum ekki lengur yfirráð yfir verðlagningu rafmagns eða orkutengingum. Við erum ekki að gefa eftir völd yfir auðlindunum heldur verðlagningu og tengingu,“ segir Gunnar. Gunnar segir um að ræða hræðsluáróður þegar ríkistjórnarflokkarnir segi að EES samningurinn sé í uppnámi verði málinu hafnað. „Og ég ætla að vona að forysta Sjálfstæðismanna hlusti á sína flokksmenn í þessu máli þeir þurfa ekki að hlusta á okkur Miðflokksmenn,“ segir Gunnar.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44