Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 21:46 Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45