Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:59 Umræðan í þinginu er farin að taka á sig verulega sérstaka mynd en nú undir hádegi gengu háðsglósurnar milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00