Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:25 Fjallað hefur verið um veikindi flugliða Icelandair undanfarin ár. Vísir/vilhelm Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00
Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28
Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29