Gat ekki safnað styrkjum og veltir fyrir sér hvort um þöggun sé að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 08:46 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. vísir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira