Norðmenn verði augu og eyru NATO í norðri, ekki Bandaríkin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2019 22:37 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í Viðey í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Við rifjuðum upp með Ernu Solberg í Viðey í gær þau sameiginlegu tengsl sem Noregur og Ísland ættu við Grænland allt frá tímum Eiríks rauða og, - áður en fréttist af ákvörðun Trumps í nótt um að aflýsa Danmerkurheimsókn, - spurðum við hvað forsætisráðherra Noregs þætti um áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland.Erna Solberg í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi leiðtoga Norðurlandanna með kanslara Þýskalands í Viðey.Mynd/Egill Aðalsteinsson.„Það verður að virða það að Grænland hefur sjálfsákvörðunarrétt og það er Danmörk sem hefur lögsögu í landinu. Það er ekkert land sem gefur frá sér yfirráð með þessum hætti. Það hefðum við ekki gert, ef við værum í þessari stöðu,“ svarar Erna og minnir á að í Kílarsamningnum 1814 eftir Napóleonsstríðið lentu bæði Færeyjar og Grænland undir yfirráðum Danmerkur í stað þess að fylgja Noregi, sem var móðurlandið. En er í raun ekki alvarlegri undirtónn í ósk Bandaríkjaforseta sem felur í sér meiri spennu á norðurslóðum?Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland í viðtali í fyrradag.Mynd/AP.Erna Solberg segir Norðmenn leggja höfuðáherslu á að halda spennu í lágmarki á þessu svæði. Samráðsvettvangur norðurslóða eigi að vera í Norðurskautsráðinu á borgaralegum grunni fyrst og fremst, þar eigi að leita lausna í góðri samvinnu. „Rússar hafa aukið starfsemi sína á svæðinu á milli Noregs og Íslands en ég er þeirrar skoðunar að það sé Noregur sem eigi að vera augu og eyru NATO í norðri. En ekki Bandaríkjamenn eða Bretar eða aðrar þjóðir, heldur fyrst og fremst Noregur,“ segir forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Grænland NATO Norðurslóðir Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Við rifjuðum upp með Ernu Solberg í Viðey í gær þau sameiginlegu tengsl sem Noregur og Ísland ættu við Grænland allt frá tímum Eiríks rauða og, - áður en fréttist af ákvörðun Trumps í nótt um að aflýsa Danmerkurheimsókn, - spurðum við hvað forsætisráðherra Noregs þætti um áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland.Erna Solberg í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi leiðtoga Norðurlandanna með kanslara Þýskalands í Viðey.Mynd/Egill Aðalsteinsson.„Það verður að virða það að Grænland hefur sjálfsákvörðunarrétt og það er Danmörk sem hefur lögsögu í landinu. Það er ekkert land sem gefur frá sér yfirráð með þessum hætti. Það hefðum við ekki gert, ef við værum í þessari stöðu,“ svarar Erna og minnir á að í Kílarsamningnum 1814 eftir Napóleonsstríðið lentu bæði Færeyjar og Grænland undir yfirráðum Danmerkur í stað þess að fylgja Noregi, sem var móðurlandið. En er í raun ekki alvarlegri undirtónn í ósk Bandaríkjaforseta sem felur í sér meiri spennu á norðurslóðum?Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland í viðtali í fyrradag.Mynd/AP.Erna Solberg segir Norðmenn leggja höfuðáherslu á að halda spennu í lágmarki á þessu svæði. Samráðsvettvangur norðurslóða eigi að vera í Norðurskautsráðinu á borgaralegum grunni fyrst og fremst, þar eigi að leita lausna í góðri samvinnu. „Rússar hafa aukið starfsemi sína á svæðinu á milli Noregs og Íslands en ég er þeirrar skoðunar að það sé Noregur sem eigi að vera augu og eyru NATO í norðri. En ekki Bandaríkjamenn eða Bretar eða aðrar þjóðir, heldur fyrst og fremst Noregur,“ segir forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Grænland NATO Norðurslóðir Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32