„Mikilvægt að styrkja þessi tengsl“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 19:54 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Ane Lone Bagger utanríkisráðherra Grænlands Stjórnarráðið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í Grænlensku landsstjórninni. Hann er staddur í vinnuheimsókn á Grænlandi til að kynna sér starfsemi ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga en þónokkuð er um íslenskar fjárfestingar í þessum hluta landsins. „Samskipti landanna hafa aukist jafnt og þétt að undanförnu og það er okkur mikilvægt að styrkja þessi tengsl. Íslenskir fjárfestar eiga þátt í því að byggja hér upp atvinnustarfsemi og það verður spennandi að kynna sér þessi fyrirtæki í framhaldinu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins.. Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti þjóðanna, m.a. viðskipti og verslun, þ.m.t. aukin tækifæri í tengslum við flugsamgöngur og uppbyggingu ferðaþjónustu, sjóflutninga, aukið samstarf á sviði menntamála, menningar og lista, og samskipti á milli íslenskra og grænlenskra félagasamtaka, svo sem Hróksins, Rauða krossins, Kalak, vinafélags Grænlands á Íslandi og Ferðafélags Íslands. Ráðherrarnir ræddu einnig málefni norðurslóða og norrænt samstarf, en Ísland fer með formennsku í hvoru tveggja um þessar mundir. Þau ákváðu að efna til árlegs samráðsfundar sín á milli fyrsti fundur verður haldinn í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins í Nuuk í október nk. Fundurinn fór fram á suðurhluta Grænlands og þar heimsóttu þau einnig Nalunaq gullnámuna sem er rekin af kanadísku fyrirtækinu AEX Gold. Náman hefur ekki verið í vinnslu í einhver ár en nú er verið að taka námuna í notkun að nýju með nýrri og umhverfisvænni vinnsluaðferðum. Forstjóri fyrirtækisins er Eldur Ólafsson. Í föruneyti Guðlaugs Þórs er einnig Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður starfshóps um aukin samskipti Íslands og Grænlands. Hann kynnti störf hópsins og þær hugmyndir sem þar hafa komið fram. Grænlenski ráðherrann brást vel við vinnu starfshópsins og kom með ráðleggingar og frekari hugmyndir sem ráðherrarnir voru sammála að unnið yrði frekar með. Grænland Utanríkismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í Grænlensku landsstjórninni. Hann er staddur í vinnuheimsókn á Grænlandi til að kynna sér starfsemi ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga en þónokkuð er um íslenskar fjárfestingar í þessum hluta landsins. „Samskipti landanna hafa aukist jafnt og þétt að undanförnu og það er okkur mikilvægt að styrkja þessi tengsl. Íslenskir fjárfestar eiga þátt í því að byggja hér upp atvinnustarfsemi og það verður spennandi að kynna sér þessi fyrirtæki í framhaldinu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins.. Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti þjóðanna, m.a. viðskipti og verslun, þ.m.t. aukin tækifæri í tengslum við flugsamgöngur og uppbyggingu ferðaþjónustu, sjóflutninga, aukið samstarf á sviði menntamála, menningar og lista, og samskipti á milli íslenskra og grænlenskra félagasamtaka, svo sem Hróksins, Rauða krossins, Kalak, vinafélags Grænlands á Íslandi og Ferðafélags Íslands. Ráðherrarnir ræddu einnig málefni norðurslóða og norrænt samstarf, en Ísland fer með formennsku í hvoru tveggja um þessar mundir. Þau ákváðu að efna til árlegs samráðsfundar sín á milli fyrsti fundur verður haldinn í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins í Nuuk í október nk. Fundurinn fór fram á suðurhluta Grænlands og þar heimsóttu þau einnig Nalunaq gullnámuna sem er rekin af kanadísku fyrirtækinu AEX Gold. Náman hefur ekki verið í vinnslu í einhver ár en nú er verið að taka námuna í notkun að nýju með nýrri og umhverfisvænni vinnsluaðferðum. Forstjóri fyrirtækisins er Eldur Ólafsson. Í föruneyti Guðlaugs Þórs er einnig Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður starfshóps um aukin samskipti Íslands og Grænlands. Hann kynnti störf hópsins og þær hugmyndir sem þar hafa komið fram. Grænlenski ráðherrann brást vel við vinnu starfshópsins og kom með ráðleggingar og frekari hugmyndir sem ráðherrarnir voru sammála að unnið yrði frekar með.
Grænland Utanríkismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira