Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 14:00 Svona eru ummerkin eftir innbrotið. Glugginn var teipaður saman fyrir heimförina. Mynd/Bjarni Þórarinn Birgisson. Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum. Það var heldur óskemmtileg aðkoman sem beið Bjarna Þórarins Birgissonar, Petreu Sigmundsdóttur og barna þeirra í gærkvöldi þegar heim í hjólhýsið var komið eftir langan dag í höfuðborginni. Búið var að brjóta upp glugga á hjólhýsi þeirra og brjótast inn. „Ferðataskan var tekin með öllum fötunum. Öll lyfin sem ég og börnin eigum, meðal annars sprautupenni sem dóttir okkar fær einu sinni viku og átti að fá í gær. Svo er ég með stóma og allar stómavörurnar voru horfnar. Allt sem við þurfum til að sinna dóttur okkar, hún er langveik,“ segir Petrea í samtali við Vísi.Virðist hafa skorið sig við það að brjóta upp gluggann Fjölskyldan var í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem Petrea og dóttir hennar og Birgis áttu tíma í lyfjagjöf og blóðprufum á Landspítalanum. Ætlunin var að slá tvær flugur í einu höggi og nýta heimleiðina til Bolungarvíkur til þess að fara í útilegu. Því var hjólhýsið með í för. Brotist var inn á milli klukkan þrjú síðdegis og níu um kvöldið í gær þar sem Birgir sótti föt í hjólhýsið klukkan þrjú og læsti svo á eftir sér. Klukkan níu sneru þau svo aftur heim eftir kvöldmat. Petrea hringdi strax á lögreglu og á svæðið mættu tvær ungar lögreglukonur. „Þær voru mjög fljótar á staðinn. Þær tóku myndir og skönnuðu svæðið. Fundu meðal annars náttfötin mín út í runna,“ segir Petrea. Skýrsla var tekin af þeim og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem gæti aðstoðað við rannsóknina er að sá sem braust inn virðist hafa meitt sig í innbrotinu, blóðslettur voru út um allt í hjólhýsinu. „Handafar, blóðdropar út um allt og kámug handaför. Sængin í hjónarúminu er öll í blóði,“ segir Petrea.Börnin í losti Bjarni og Petrea afréðu að halda strax heim á leið enda föt og annað til að sjá um börnin horfin. Framundan var því um átta tíma akstur til Bolungarvíkur og segir Petrea að sú bílferð hafi ekki verið skemmtileg.„Mér líður ótrúlega illa yfir þessu, sérstaklega yfir því hvað börnin eru sár. Þau eru gjörsamlega miður sín og í losti. Þau eru dauðhrædd. Þau héldu meira að segja fyrst að þetta væri þeim að kenna og að þau væru að fara í fangelsi. Ég útskýrði vel fyrir þeim að löggan væri að koma til þess að hjálpa okkur.Nú eru þau bara inni heima og vilja ekki vera úti, vilja hafa allt lokað og læst,“ segir Petra.Biðlar hún til þeirra sem búa í grennd við Víðistaðatún og kunni að vera með öryggismyndavélar eða önnur upptökutæki að athuga hvort vart hafi verið við einhverjar grunsamlegar mannaferðir á milli þrjú og níu í gær. Einnig biðlar hún til þeirra sem voru á svæðinu á þessum tíma að hafa samband við lögreglu ef þeir muni eftir einhverju grunsamlegu í grennd við svæðið á umræddum tíma.Ferðalagið heim tók á eftir þessa lífsreynslu.Mynd/AðsendSaknar helst skiptitöskunnar Petrea segir að það sé eitt og annað sem hún sakni en verst þyki henni þó að lyfin hafi verið tekin, sem og mikilvægar heilsufarsupplýsingar sem voru með í för vegna sjúkrahússheimsóknarinnar. „Mér er eiginlega sama um allt dótið nema það sem börnin eiga, fötin og lyfin. Ég er reyndar búinn að fara að kaupa lyf í staðinn. Þeir stálu lyfjum fyrir 61 þúsund krónur rúmlega. Það helsta sem mig langar að fá aftur er skiptitaskan. Þar eru heilsufarsskírteini og bólusetningarvottorð.“ Bolungarvík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum. Það var heldur óskemmtileg aðkoman sem beið Bjarna Þórarins Birgissonar, Petreu Sigmundsdóttur og barna þeirra í gærkvöldi þegar heim í hjólhýsið var komið eftir langan dag í höfuðborginni. Búið var að brjóta upp glugga á hjólhýsi þeirra og brjótast inn. „Ferðataskan var tekin með öllum fötunum. Öll lyfin sem ég og börnin eigum, meðal annars sprautupenni sem dóttir okkar fær einu sinni viku og átti að fá í gær. Svo er ég með stóma og allar stómavörurnar voru horfnar. Allt sem við þurfum til að sinna dóttur okkar, hún er langveik,“ segir Petrea í samtali við Vísi.Virðist hafa skorið sig við það að brjóta upp gluggann Fjölskyldan var í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem Petrea og dóttir hennar og Birgis áttu tíma í lyfjagjöf og blóðprufum á Landspítalanum. Ætlunin var að slá tvær flugur í einu höggi og nýta heimleiðina til Bolungarvíkur til þess að fara í útilegu. Því var hjólhýsið með í för. Brotist var inn á milli klukkan þrjú síðdegis og níu um kvöldið í gær þar sem Birgir sótti föt í hjólhýsið klukkan þrjú og læsti svo á eftir sér. Klukkan níu sneru þau svo aftur heim eftir kvöldmat. Petrea hringdi strax á lögreglu og á svæðið mættu tvær ungar lögreglukonur. „Þær voru mjög fljótar á staðinn. Þær tóku myndir og skönnuðu svæðið. Fundu meðal annars náttfötin mín út í runna,“ segir Petrea. Skýrsla var tekin af þeim og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem gæti aðstoðað við rannsóknina er að sá sem braust inn virðist hafa meitt sig í innbrotinu, blóðslettur voru út um allt í hjólhýsinu. „Handafar, blóðdropar út um allt og kámug handaför. Sængin í hjónarúminu er öll í blóði,“ segir Petrea.Börnin í losti Bjarni og Petrea afréðu að halda strax heim á leið enda föt og annað til að sjá um börnin horfin. Framundan var því um átta tíma akstur til Bolungarvíkur og segir Petrea að sú bílferð hafi ekki verið skemmtileg.„Mér líður ótrúlega illa yfir þessu, sérstaklega yfir því hvað börnin eru sár. Þau eru gjörsamlega miður sín og í losti. Þau eru dauðhrædd. Þau héldu meira að segja fyrst að þetta væri þeim að kenna og að þau væru að fara í fangelsi. Ég útskýrði vel fyrir þeim að löggan væri að koma til þess að hjálpa okkur.Nú eru þau bara inni heima og vilja ekki vera úti, vilja hafa allt lokað og læst,“ segir Petra.Biðlar hún til þeirra sem búa í grennd við Víðistaðatún og kunni að vera með öryggismyndavélar eða önnur upptökutæki að athuga hvort vart hafi verið við einhverjar grunsamlegar mannaferðir á milli þrjú og níu í gær. Einnig biðlar hún til þeirra sem voru á svæðinu á þessum tíma að hafa samband við lögreglu ef þeir muni eftir einhverju grunsamlegu í grennd við svæðið á umræddum tíma.Ferðalagið heim tók á eftir þessa lífsreynslu.Mynd/AðsendSaknar helst skiptitöskunnar Petrea segir að það sé eitt og annað sem hún sakni en verst þyki henni þó að lyfin hafi verið tekin, sem og mikilvægar heilsufarsupplýsingar sem voru með í för vegna sjúkrahússheimsóknarinnar. „Mér er eiginlega sama um allt dótið nema það sem börnin eiga, fötin og lyfin. Ég er reyndar búinn að fara að kaupa lyf í staðinn. Þeir stálu lyfjum fyrir 61 þúsund krónur rúmlega. Það helsta sem mig langar að fá aftur er skiptitaskan. Þar eru heilsufarsskírteini og bólusetningarvottorð.“
Bolungarvík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira