Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 16:50 Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Vísir/Vilhelm - Getty/Kenishirotie Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum. Lögreglumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Talið er mögulegt að mennirnir hafi snúið aftur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi sig kannast við mennina sem sáust í kringum verslunina síðasta fimmtudag og hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Eftir eftirgrennslan lögreglu og yfirheyrslur kom í ljós að um sömu menn var ræða og komu hingað í september í fyrra.Lýst var eftir mönnunum í fyrra Mennirnir voru í fyrra grunaðir um að hafa stundað kortaþjófnað og var sömuleiðis grunur um að þeir hafi komið hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Sex mál tengd mönnunum komu inn á borð lögreglu og lét hún lýsa eftir þeim í fyrra án árangurs. Þau mál teljast nú upplýst að sögn lögreglu. „Þeir náðu að stela þarna greiðslukortum af fólki og náðu að taka út úr, ýmist hraðbönkum eða verslunum, fjármuni að andvirði u.þ.b. milljón króna,“ sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla, komu mennirnir til landsins núna á fimmtudagsmorgun og sáust við umrædda verslun um fimmleytið sama dag. Engin ný mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna þeirra.Beina sjónum sínum gjarnan að eldra fólkiSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnVísir/VilhelmAð sögn Skúla eru þessi brot gjarnan framkvæmd á þann hátt að brotamenn horfa yfir öxlina á fólki þegar það slær inn pinn númerið sitt og stela síðar veski viðkomandi með því að gefa sig á tal við sama einstakling á bílaplaninu. Næst er farið í hraðbanka eða verslun og reynt að taka út sem mest af fjármunum áður en kortinu er lokað. Beina brotamenn þá gjarnan sjónum sínum að eldra fólki. Skúli segir að ekki sé hægt að fullyrða að mennirnir hafi verið komnir hingað aftur í sömu erindagjörðum og í fyrra. Það veki þó mögulega upp spurningar að þeir hafi verið mættir við þessa tilteknu verslun aftur, svo stuttu eftir að þeir komu til landsins. Einnig hafi ferð þeirra núna verið með svipuðu sniði og í fyrra, þegar þeir komu til landsins rétt fyrir helgi og fóru svo aftur um helgina.Látnir lausir með tilkynningarskyldu Mennirnir voru handteknir á föstudag en voru látnir lausir í gær með ásetta tilkynningarskyldu. Er þeim gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Skúli segir að nú sé beðið eftir því að ákæra sé gefin út í málinu. „Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem að hún verður. Maður veit svosem ekki hver dómur verður, það á algjörlega bara eftir að koma í ljós. Allt tekur þetta náttúrulega tíma.“ Lögregla hvetur fólk til þess að passa upp á pinn númerin sín og huga að úttektarheimildum korta. Dæmi er um að mennirnir hafi náð að taka út hundrað þúsund krónur í einni hraðbankaúttekt í fyrra og náðu þeir að stela 500 þúsund krónum af einum og sama einstaklingnum.
Lögreglumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira