Indlandsforseti mun heimsækja Marel, Lambhaga og Mjólkursamsöluna Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2019 12:30 Ram Nath Kovind var kjörinn 14. forseti Indlands árið 2014. Með honum á myndinni er Savita Kovind forsetafrú. Getty Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira