Serena Williams frábær og komin í enn einn úrslitaleikinn á risamóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 09:30 Serena Williams eftir sigurinn í nótt. Getty/Tim Clayton Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi. Tennis Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi.
Tennis Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira