„Á ég að vera Gorbachev?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2019 14:35 Guðni bregður á leik í Höfða í dag. Vísir Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan. Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan.
Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira