Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2019 10:31 Von er á Mike Pence og eiginkonu hans Karen í Höfða klukkan 13:50 í dag. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira