Gjaldeyrishöft lögð á í Argentínu Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 07:57 Verð á kjöti og öðrum nauðsynjum hefur farið hækkandi vegna fjármálakreppunnar í Argentínu. Vísir/EPA Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á. Argentína Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á.
Argentína Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira