Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 09:15 Frá atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Vísir/Vilhelm Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15
Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30
Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00