Segir uppgang hægri leiðtoga vera ógn við frjálslynd lýðræðissamfélög Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 07:19 Sadiq Khan segir þróun undanfarinna ára vera áhyggjuefni fyrir lýðræðið sjálft. Vísir/Getty Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Hann segir framgang og fylgi „öfgafullra hægri leiðtoga“ grafa undan umburðarlyndi og réttindum ýmissa minnihlutahópa og stefna þeirra leiði til þess að fólk fari að gleyma þeim lærdómi sem mátti draga af seinni heimsstyrjöldinni. „Afleiðingarnar eru líka sjáanlegar í Bretlandi, þar sem umsvifamikil áhrif Nigel Farage og Brexit-flokks hans hefur ýtt Íhaldsflokknum í þá átt að vera með harðari hægri stefnu og minna umburðarlyndi,“ segir borgarstjórinn. Khan segir Trump vera holdgerving hvítrar þjóðernishyggju á heimsvísu og að fleiri leiðtogar í Evrópu séu farnir að fylgja hans fordæmi, þar á meðal forsætisráðherra Breta. Þá nefnir hann sem dæmi stöðu hinsegin fólks í Póllandi og segir hana vera varhugaverða þróun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn gagnrýnir Bandaríkjaforseta með svo beinskeyttum hætti, en fyrr í sumar sagði hann orðræðu Trump vera þá sömu og fasistar 20. aldarinnar notuðu.Sjá einnig: Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ ritaði Khan í grein sinni í júnímánuði. Nýjasta grein Khan er rituð í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur er hann staddur í Póllandi með öðrum heimsleiðtogum þar sem fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar verður minnst. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal gesta. „Við ættum að vera stolt af sigri Bretlands í stríðinu, en líka af því að byggja upp þann frið sem fylgdi í kjölfarið,“ segir borgarstjórinn í grein sinni og undirstrikar stórt hlutverk Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í þeirri friðarvinnu sem fylgdi í kjölfarið. „Stuðningur við lýðræði er í metlægð í vestrænum heimi og þau gildi sem skilgreina frjálslynd lýðræðissamfélög eiga undir högg að sækja – allt frá lögum og reglu og sjálfstæði dómstóla yfir í frjálsa fjölmiðlun og lifandi borgaraleg samfélög.“ Bandaríkin Bretland Donald Trump Pólland Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Hann segir framgang og fylgi „öfgafullra hægri leiðtoga“ grafa undan umburðarlyndi og réttindum ýmissa minnihlutahópa og stefna þeirra leiði til þess að fólk fari að gleyma þeim lærdómi sem mátti draga af seinni heimsstyrjöldinni. „Afleiðingarnar eru líka sjáanlegar í Bretlandi, þar sem umsvifamikil áhrif Nigel Farage og Brexit-flokks hans hefur ýtt Íhaldsflokknum í þá átt að vera með harðari hægri stefnu og minna umburðarlyndi,“ segir borgarstjórinn. Khan segir Trump vera holdgerving hvítrar þjóðernishyggju á heimsvísu og að fleiri leiðtogar í Evrópu séu farnir að fylgja hans fordæmi, þar á meðal forsætisráðherra Breta. Þá nefnir hann sem dæmi stöðu hinsegin fólks í Póllandi og segir hana vera varhugaverða þróun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn gagnrýnir Bandaríkjaforseta með svo beinskeyttum hætti, en fyrr í sumar sagði hann orðræðu Trump vera þá sömu og fasistar 20. aldarinnar notuðu.Sjá einnig: Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ ritaði Khan í grein sinni í júnímánuði. Nýjasta grein Khan er rituð í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur er hann staddur í Póllandi með öðrum heimsleiðtogum þar sem fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar verður minnst. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal gesta. „Við ættum að vera stolt af sigri Bretlands í stríðinu, en líka af því að byggja upp þann frið sem fylgdi í kjölfarið,“ segir borgarstjórinn í grein sinni og undirstrikar stórt hlutverk Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í þeirri friðarvinnu sem fylgdi í kjölfarið. „Stuðningur við lýðræði er í metlægð í vestrænum heimi og þau gildi sem skilgreina frjálslynd lýðræðissamfélög eiga undir högg að sækja – allt frá lögum og reglu og sjálfstæði dómstóla yfir í frjálsa fjölmiðlun og lifandi borgaraleg samfélög.“
Bandaríkin Bretland Donald Trump Pólland Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59