ASÍ fer hörðum orðum um fjárlagafrumvarp stjórnvalda Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag. Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar. Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu. Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“ Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag. Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar. Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu. Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“ Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15