Rógburði um Omar sem Trump magnaði upp á Twitter eytt Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 16:19 Omar hefur ítrekað verið skotspónn Trump forseta. Vísir/EPA Tísti þar sem logið var upp á þingkonu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem er múslimi að hún hefði farið að skemmta sér á afmæli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var eytt eftir að Donald Trump forseti hafði áframtíst því til milljóna fylgjenda sinna á miðlinum. Í tístinu sem ekki er lengur aðgengilegt sást Ilham Omar, fulltrúadeildarþingkona demókrata frá Minnesota, dansandi í hópi fólks. Terrence K. Williams, grínisti og stuðningsmaður Trump sem hefur komið fram á Fox News-sjónvarpsstöðinni, fullyrti í tístinu að Omar hefði „skemmt sér á afmæli 11. september“ og setti það í samhengi við að Trump hefði verið gagnrýndur fyrir að spila golf þann dag.SkjáskotTrump áframtísti myndbandinu og fullyrðingum Williams með þeim orðum að Omar ætti eftir að vinna þingsæti í Minnesota fyrir Repúblikanaflokkinn og að hún væri nýtt andlit Demókrataflokksins. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála róttækustu þingmenn flokksins sem helstu málsvara hans. Myndbandið af Omar var þó ekki frá 11. september. Jack Tapper, fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, bendir á að aðgerðasinni hafi tekið myndbandið af Omar að dansa á árlegri ráðstefnu þingflokks svartra þingmanna í Bandaríkjaþingi 13. september. „Þetta er algerlega rangt, þetta er rógburður og veldur örugglega öryggisáhyggjum,“ tísti Tapper.1/ Anatomy of a smear: progressive activist @AdamGreen posts on Sept 13, at a reception for the Congressional Black Caucus annual legislative conference, video of @IlhanMN dancing:https://t.co/sYFKN76rto— Jake Tapper (@jaketapper) September 18, 2019 Þetta er hvorki í fyrsta skipti sem Trump vegur að Omar né sem hann áframtístir vafasömum tístum frá Williams. Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna sem unglingur, var ein fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump gaf í skyn að ættu að fara „til síns heima“ fyrr á þessu ári. Hinar þrjár þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi ummæli forsetans. Þá áframtísti Trump samsæriskenningu frá Williams nýlega um dauða Jeffrey Epstein, auðkýfings sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, sem hengdi sig í fangelsi í New York. Bendlaði grínistinn Bill Clinton við dauða Epstein. Donie O'Sullivan, fréttamaður CNN, segir að talsmaður Twitter hafi fullyrt að Williams hafi sjálfur eytt tístinu um Omar sem Trump áframtísti fyrr í dag.A Twitter spokesperson says @w_terrence deleted the tweet Trump cited earlier this morning. https://t.co/cAQ9ybgHyW— Donie O'Sullivan (@donie) September 18, 2019 Fréttin var uppfærð eftir að talsmaður Twitter staðfesti að Williams hefði sjálfur eytt tístinu um Omar. Upphaflega kom fram í henni að svo virtist sem að Twitter hefði eytt tístinu og að það væri ekki lengur aðgengilegt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00 Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Tísti þar sem logið var upp á þingkonu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem er múslimi að hún hefði farið að skemmta sér á afmæli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var eytt eftir að Donald Trump forseti hafði áframtíst því til milljóna fylgjenda sinna á miðlinum. Í tístinu sem ekki er lengur aðgengilegt sást Ilham Omar, fulltrúadeildarþingkona demókrata frá Minnesota, dansandi í hópi fólks. Terrence K. Williams, grínisti og stuðningsmaður Trump sem hefur komið fram á Fox News-sjónvarpsstöðinni, fullyrti í tístinu að Omar hefði „skemmt sér á afmæli 11. september“ og setti það í samhengi við að Trump hefði verið gagnrýndur fyrir að spila golf þann dag.SkjáskotTrump áframtísti myndbandinu og fullyrðingum Williams með þeim orðum að Omar ætti eftir að vinna þingsæti í Minnesota fyrir Repúblikanaflokkinn og að hún væri nýtt andlit Demókrataflokksins. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála róttækustu þingmenn flokksins sem helstu málsvara hans. Myndbandið af Omar var þó ekki frá 11. september. Jack Tapper, fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, bendir á að aðgerðasinni hafi tekið myndbandið af Omar að dansa á árlegri ráðstefnu þingflokks svartra þingmanna í Bandaríkjaþingi 13. september. „Þetta er algerlega rangt, þetta er rógburður og veldur örugglega öryggisáhyggjum,“ tísti Tapper.1/ Anatomy of a smear: progressive activist @AdamGreen posts on Sept 13, at a reception for the Congressional Black Caucus annual legislative conference, video of @IlhanMN dancing:https://t.co/sYFKN76rto— Jake Tapper (@jaketapper) September 18, 2019 Þetta er hvorki í fyrsta skipti sem Trump vegur að Omar né sem hann áframtístir vafasömum tístum frá Williams. Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna sem unglingur, var ein fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump gaf í skyn að ættu að fara „til síns heima“ fyrr á þessu ári. Hinar þrjár þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi ummæli forsetans. Þá áframtísti Trump samsæriskenningu frá Williams nýlega um dauða Jeffrey Epstein, auðkýfings sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, sem hengdi sig í fangelsi í New York. Bendlaði grínistinn Bill Clinton við dauða Epstein. Donie O'Sullivan, fréttamaður CNN, segir að talsmaður Twitter hafi fullyrt að Williams hafi sjálfur eytt tístinu um Omar sem Trump áframtísti fyrr í dag.A Twitter spokesperson says @w_terrence deleted the tweet Trump cited earlier this morning. https://t.co/cAQ9ybgHyW— Donie O'Sullivan (@donie) September 18, 2019 Fréttin var uppfærð eftir að talsmaður Twitter staðfesti að Williams hefði sjálfur eytt tístinu um Omar. Upphaflega kom fram í henni að svo virtist sem að Twitter hefði eytt tístinu og að það væri ekki lengur aðgengilegt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00 Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00
Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20